22.5.2025 | 19:01
Andsvar til Umboðsmanns og krafa um upptöku málsins
Dags: 22. maí 2025
Mál nr.: 181/2025
Umboðsmaður Alþingis
Kristín Benediktsdóttir
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
opcat@umbodsmadur.is
Efni: Andsvar vegna máls nr. 181/2025 og krafa um upptöku málsins
Virðulegi Umboðsmaður Alþingis,
Ég þakka svar ykkar dagsett 14. maí 2025 í máli nr. 181/2025, sem barst mér í tölvupósti 22. maí 2025, en hefur enn ekki borist í pósti viku eftir póstlagningu. Ég mótmæli synjun á erindum mínum frá 18. apríl, 5. og 10. maí og Viðbótarerindum nr. 19 (síðast 19. maí 2025), sem þið hafið staðfest móttöku á skv. sjálfvirku svari. Ég hafði áður rætt við lögfræðing ykkar í síma til að leita upplýsinga um framgang málsins, sagt að tæki 4-6 vikur, og bauð þá fund til að skýra málavöxtu og var að ítreka þessa kröfu í samtali við lögfræðing ykkar fyrr í dag 22. maí 2025, þá tjáð að erindinu hefði verið synjað og bréfpóstur sendur, sem ekki borist 8 dögum síðar! Synjun án fundar brýtur gegn vönduðum stjórnsýsluháttum (lög nr. 85/1997, 1. mgr. 2. gr.). Ég krefst þess að UA taki mál þetta til meðferðar skv. 5. gr. laga nr. 85/1997. Ég vísa til Viðauka 110, send með erindum mínum (18. apríl19. maí 2025) og geri hér eftirfarandi athugasemdir við svar ykkar:
- Röng afmörkun sem ekki aðila: Fullyrðing ykkar að erindið snerti ekki hagsmuni mína umfram aðra (bls. 4) er röng. Sem læknir með áratuga reynslu hindra synjanir landlæknis (janúar 2024, Viðauki 5) og Lyfjastofnunar faglega vinnu mína, t.d. mat á mRNA bóluefnum (PHMPT, 2022, Viðauki 3) og ávísun Ivermectin, studd vísindagögnum (Bryant et al., 2021, o.fl.). Þetta brýtur gegn siðferðilegum skyldum mínum sem læknis (lög nr. 74/1997, 1. gr., UNESCO grein 6). Sem íbúa skertu sóttvarnaaðgerðir 20202023 rétt minn til frelsis (stjórnarskrá 71. gr., ICCPR grein 9) og upplýsinga (lög nr. 140/2012, 6.10. gr.). Allir íbúar eru aðilar málsins vegna 1.962 umframdauðsfalla 20202023 (Hagstofa Íslands, Viðauki 2) og jafnvel tugþúsunda aukaverkana/örkumlaða, sem varðar rétt til lífs (ICCPR grein 6, ECHR [Evrópudómstóllinn fyrir mannréttindi] grein 2). Synjanir hindruðu aðgerðir til að vernda líf, sem brýtur gegn ECHR. Ég er aðili skv. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997.
- Vanræksla á frumkvæðisskyldu: Erindin (18. apríl, nr. 19) varða 1.962 umframdauðsföll, fækkun krufninga og óhóflegar aðgerðir (Ioannidis et al., 2020: Ioannidis áætlaði almennt IFR á bilinu 0,10,2% hjá 069 ára, með lægri gildi í yngri hópum (t.d. <0,1% hjá <50 ára) og hærri í eldri hópum. Þetta er sambærilegt við inflúensu (IFR ~0,1% fyrir árlega faraldra), Viðauki 9). Ivermectin-mál í Héraðsdómi, stutt tugum rannsókna, sýndi hunsun vísindagagna. Lyfjastofnun veitti mér undanþágu að ávísa Ivermectin, en synjaði lögfræðingum, Alþingismönnum og eiginkonu minni, sem brýtur gegn jafnræðisreglu (stjórnarskrá 65. gr., lög nr. 100/2020, 3. gr.). Heilbrigðisyfirvöld kærðu mig til lögreglu og ríkissaksóknara skv. 175. gr. hegningarlaga (6 ára fangelsi), en báðar kærur voru felldar niður, sem staðfestir ólöglega refsiaðgerð. Sóttvarnalög (nr. 19/1997) og synjanir yfirvalda voru teknar án vísindalegs rökstuðnings, sem sýnir siðleysi og kerfisgalla. Með því að hunsa ábendingar og synja án fundar vanrækið þið skyldur ykkar skv. 1. mgr. 2. gr. og 5. gr. laga nr. 85/1997 til að skoða kerfisbundna misbresti.
- Hagsmunaárekstrar hjá heilbrigðisráðherra: Tillaga ykkar um að bera athugasemdir undir heilbrigðisráðherra, fyrrverandi landlækni, er órealistískt vegna hagsmunaárekstra (North Group, 2024, Viðauki 4). Ráðherra ber ábyrgð á embætti landlæknis (lög nr. 41/2007, 14. gr. stjórnarskrár), sem ég gagnrýni. Krafa um tæmingu æðra stjórnvalds (3. mgr. 6. gr.) er árangurslaus.
- Fundarbeiðni og gagnsæi: Ég krafðist fundar til að skýra Viðauka 110 og svara spurningum og ítrekaði þessa kröfu í samtali við lögfræðing ykkar fyrr í dag 22. maí 2025 en þá tjáð að erindinu hefði verið synjað. Synjun án fundar brýtur gegn vönduðum stjórnsýsluháttum (1. mgr. 2. gr.). Ég óska skýringa á afstöðu ykkar og hvort ábendingar mínar verði skoðaðar frekar (www.umbodsmadur.is).
Ég vísa til Viðauka 110, senda með erindum mínum (18. apríl19. maí 2025), og býð ykkur að óska eftir þeim aftur ef þörf krefur. Ég krefst upptöku málsins skv. 5. gr. laga nr. 85/1997 og frumkvæðisathugunar á kerfisgöllum í stjórnsýslu heilbrigðisyfirvalda. Ég áskil mér rétt til að leita til UN Human Rights Council og ECHR (Evrópudómstóllinn fyrir mannréttindi) vegna skorts á árangursríkum úrræðum hérlendis, reyndar tæmingu úrræða stjórnvalda og dómskerfisins.
Virðingarfyllst
sign
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir
meðstofnandi World Council for Health
Tilvísun til Viðauka:
- Viðauki 1: Í upphafi var Orðið (sent apríl 2025).
- Viðauki 2: Hagstofa Íslands, umframdauðsföll (sent apríl 2025).
- Viðauki 3: PHMPT, bóluefnagögn (sent apríl 2025).
- Viðauki 4: North Group, hagsmunaárekstrar (sent apríl 2025).
- Viðauki 57: Synjanir landlæknis, einstaklinga og þingmanna (sent aprílmaí 2025).
- Viðauki 8: Yfirlit yfir erindi 18. apríl (sent maí 2025).
- Viðauki 9: Ioannidis et al. (2020) (sent maí 2025).
- Viðauki 10: Synjun Umboðsmanns (sent e-mail 22.maí, en sagt póstlagt 14.maí 2025).
PS. Nú er bara að bíða eftir bréfinu sem sagt verið póstlagt fyrir 8 dögum, hinn 14.maí, og sjá hvort dagstimpillinn stemmi - en núna kvöldið 22.maí sést hvorgi tangur né tetur af þessu bréfi hingað í nágrannahrepp aðseturs Umboðsmanns, 7 mínútna akstursfjarlægð.
Afrit svars Umboðsmanns (6 bls.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Athugasemdir
Guðjón E. Hreinberg, 23.5.2025 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning