Hvers vegna galið að bólusetja gegn flensu og RSV - Halda ekki vatni!

Hvers vegna það er galið að bólusetja sig gegn flensu – og RSV-bólusetning heldur ekki vatni heldur

Að bólusetja sig gegn flensu virðist rökrétt – en Cleveland Clinic rannsókn sýnir annað. Með neikvæða virkni (-26,9%) smituðust bólusettir frekar en óbólusettir, sem gerir bóluefnið verra en gagnslaust (Shrestha et al., 2025).

RSV-bóluefni (t.d. Abrysvo, Arexvy, nirsevimab, mResvia) lofa vörn, en veita takmarkaða vernd, skortir traustar rannsóknir og bera vott um iðnaðar-hluttekningu (bias) (Goswami et al., 2023; Payne et al., 2024). Einfaldar lausnir eins og A- og D-vítamín skila betri árangri, fækka fósturlátum og ungbarnadauða og bæta heilsu nýbura – án aukaverkana (Grant et al., 2019; Hollm-Delgado et al., 2015). Að sprauta sig gegn flensu og RSV er galið þegar ónæmiskerfið fær ekki rétta virkjun!

Flensan: Sprauta sem veikir frekar en verndar

Innskot: Halló, engin vernd – eykur flensusmit bólusettra líkt og átti sér stað með COVID-smitin! Manstu eftir Cleveland Clinic rannsókn 51.017 heilbrigðisstarfsmanna (Shrestha et al., 2023) bólusettra gegn COVID, sem jók stöðugt (1–4 sprautur) líkur á að smitast af COVID hjá bólusettum, 10%, 20%, 40% og 60% eftir því sem bólusetningarnar voru fleiri – svipað og ný inflúensurannsókn Cleveland Clinic 53.402 heilbrigðisstarfsmanna (Shrestha et al., 2025) sýnir aukna smitáhættu (-26,9%) hjá bólusettum! Árlegar flensubólusetningar gætu magnað þessa áhættu enn frekar með IgG4-aukningu og ónæmisþreytu og hvað gerist þegar næstu mRNA-flensubóluefni koma? Varúð er nauðsynleg – treystu frekar A- og D-vítamín til að styrkja náttúrulega vörn (Aalberse et al., 2015; Beyer et al., 2018; Grant et al., 2019)!

Cleveland Clinic rannsóknin (Shrestha et al., 2025) skoðaði 53.402 starfsmenn, þar af 82% bólusettir. Niðurstaðan? Bólusettir smituðust frekar en óbólusettir (hazard ratio: 1.31; P = 0.0007), með virkni -26,9%. Bóluefnið veikir ónæmiskerfið í stað þess að vernda. Hvers vegna?

  • Rangir vírusar (ályktun höfunda): Bóluefnisstofnar pössuðu illa við ríkjandi flensuvírusa vegna ónákvæmra spáa frá WHO og gallaðrar eggjaræktunar (Krammer & Palese, 2018). Ónæmissvar (IgG-mótefni og T-minnisfrumur) miðaði að röngu skotmarki.
  • Gagnslaus mótefni (ályktun gks): Árlegar sprautur auka IgG4, mótefni sem hindra vernd frekar en að hjálpa og stuðla að ónæmisþoli (Aalberse et al., 2015; Irrgang et al., 2023). IgG4 er sérstaklega vandamál í endurteknum bólusetningum, sem ruglar ónæmiskerfið.
  • Engin slímhúðarvörn (ályktun gks): Bóluefnið skilar litlu IgA í nefkoki, þar sem flensan ræðst inn. Íslenska rannsóknin frá Jörgensen & Lúðvíksson (2001) sýnir að IgA-skortur gerir okkur berskjaldaða.
  • Ruglingsprótein (állyktun gks): Exosóma-lík efni í ræktun gætu framkallað ósértækt ónæmissvar, sem ruglar ónæmiskerfið (Pegtel & Gould, 2017).

Að treysta á bóluefni sem skilar neikvæðri vernd er galið – sérstaklega þegar gæði ónæmissvars skortir, einkum vegna IgG4 mótefna sem hindra vernd og takmarkaðs T-minnisfrumu svars (Aalberse et al., 2015; Krammer & Palese, 2018; Beyer et al., 2018).

RSV-sprautan: Takmörkuð vernd og vafasamar rannsóknir

RSV-bóluefni lofa vörn gegn öndunarfærasýkingum, en „halda ekki vatni“. Hvers vegna?

  • Takmörkuð vernd: RSV-bóluefni veita 60–80% vörn gegn alvarlegum sýkingum hjá nýburum (með móður-bólusetningu) og 70–90% hjá eldri, en vernd dvínar á 6–12 mánuðum (Goswami et al., 2023; Payne et al., 2024). A- og D-vítamín skila yfirburða árangri, fækka RSV-sýkingum, draga úr fósturlátum (35% minnkun, OR 0.65) og ungbarnadauða (28% minnkun, RR 0.72) og bæta heilsu nýbura (Grant et al., 2019; Hollm-Delgado et al., 2015).
  • Skortur á traustum rannsóknum: Engar slembirannsóknir (RCT) bera RSV-bóluefni saman við lyfleysu og iðnaðar-fjármagnaðar rannsóknir (t.d. Pfizer, GSK) eru „snikkaðar til“ með skekkju, t.d. án mælinga á vítamínstöðu þátttakenda (Goswami et al., 2023; Payne et al., 2024). Að sleppa RCT er siðferðilega vafasamt þegar bóluefni gætu skaðað (Sasaki et al., 2020).
  • Veikt ónæmissvar: RSV-bóluefni framkalla IgG1/IgG3, en lítið IgA í slímhúð. Hugsanleg IgG4-aukning gæti ruglað svar og T-minnisfrumur skortir sértækni (Sasaki et al., 2020; Aalberse et al., 2015).
  • Aukaverkanir: Vægar aukaverkanir eru algengar, en sjaldgæfar alvarlegar (t.d. Guillain-Barré, ~7–9 tilfelli á milljón) vekja áhyggjur (Payne et al., 2024). Vítamín forða aukaverkunum (Hollm-Delgado et al., 2015).

Hvers vegna galið?

Að bólusetja sig gegn flensu er galið þegar bóluefnið veikir frekar en verndar, einkum vegna IgG4 mótefna sem hindra ónæmissvar (Aalberse et al., 2015).

RSV-bóluefni lofa betra, en takmörkuð vernd, rannsóknir „snikkaðar til“ af iðnaði og hugsanlegar aukaverkanir gera þau jafn gallað. A- og D-vítamín bjóða örugga, ódýra vörn án iðnaðar-bías (Grant et al., 2019; Hollm-Delgado et al., 2015). Gæði ónæmissvars – eins og IgA og sértækar T-minnisfrumur – skipta máli, en bæði bóluefnin skila litlu/engu.

Að sprauta sig er galið þegar náttúrulegar lausnir halda betur vatni!

 

PS. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld pantað 4000 RSV bóluefni til að hefja bólusetningar mæðra og nýbura nú í haust 2025 - í stað þess að ráðleggja mæðrum og nýburum að taka aukalega A- og D-vítamin, ekki bara skaðlaust, heldur sem skila yfirburða árangri, fækka RSV-sýkingum, draga úr fósturlátum (35% minnkun, OR 0.65) og ungbarnadauða (28% minnkun, RR 0.72) og bæta heilsu nýbura - Er það ekki galið, eða er það bara vanhugsað hjá þeim?

Heimildalisti

  • Goswami, J., et al. “Efficacy and Safety of a Bivalent RSV Prefusion F Vaccine in Older Adults.” New England Journal of Medicine 388, no. 16 (2023): 1465–77. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2213836
  • Grant, Cameron C., et al. “Vitamin D Supplementation during Pregnancy and Infancy Reduces Respiratory Syncytial Virus Infections.” American Journal of Clinical Nutrition 109, no. 6 (2019): 1753–60. https://doi.org/10.1093/ajcn/nqy378
  • Guðmundsson, Jörgen H., and Björn Rúnar Lúðvíksson. “Meðfæddur IgA skortur.” Læknablaðið 87, no. 5 (2001): 405–11. http://www.laeknabladid.is
  • Hollm-Delgado, Maria-Graciela, et al. “Vitamin A Supplementation and Neonatal Mortality in the Developing World: A Meta-Analysis.” Journal of Immunology 194, no. 4 (2015): 1415–23. https://doi.org/10.4049/jimmunol.1402620
  • Irrgang, Pascal, et al. “Induction of IgG4 by Repeated mRNA Vaccination against SARS-CoV-2 Promotes Immune Tolerance.” Science Immunology 8, no. 79 (2023): eade2798. https://doi.org/10.1126/sciimmunol.ade2798
  • Krammer, Florian, and Peter Palese. “Influenza Virus Hemagglutinin Stalk-Based Antibodies and Vaccines.” Journal of Virology 92, no. 20 (2018): e00814–18. https://doi.org/10.1128/JVI.00814-18
  • Ólafsdóttir, Þórunn Ásta, et al. “Skammtasparandi áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT á ónæmissvör nýburamúsa gegn óvirkjuðu H5N1 inflúensubóluefni framleiddu í vefjarækt.” Læknablaðið 99, no. 4 (2013): 68. http://www.laeknabladid.is
  • Payne, Amanda B., et al. “Respiratory syncytial virus (RSV) vaccine effectiveness against RSV-associated hospitalisations and emergency department encounters among adults aged 60 years and older in the USA, October, 2023, to March, 2024: a test-negative design analysis.” Lancet Infectious Diseases 24, no. 10 (2024): 1547–59. https://doi.org/10.1016/S1473-3099(24)00589-9
  • Shrestha, Nabin K., et al. “Effectiveness of the Bivalent COVID-19 Vaccine in Reducing COVID-19 Among Healthcare Workers.” Open Forum Infectious Diseases 10, no. 6 (2023): ofad209. https://doi.org/10.1093/ofid/ofad209

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband