Hvað verður um fullveldið – þegar stofnanir lýðræðisins sofa?

-örstuttur úrdráttur greinar sem sent Morgunblaðinu til birtingar, tek hér á nokkrum atriðum úr henni - ekkert nýtt svosem, bara nokkur ný orð úr búningi nýrrar greinar, óbirtrar ennþá. Skrifað í kjölfar athugasemda minna til framkvæmdavaldsins, Umboðsmanns Alþingis og Stjórnskiptunar- og eftirlistnefndar Alþingis - Hugleiðing í bið svara þeirra varðandi samþykktra(?) breytinga á IHR-reglugerð WHO í kyrrþey og þögn okkar þjóðar.

Undir yfirborðinu kraumar alvarlegt mál: breytingar á reglugerð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (IHR hjá WHO) sem geta veitt stofnuninni vald yfir viðbrögðum við heilbrigðisógnum – innan landamæra ríkja, án samþykkis þjóðþinga og án aðkomu almennings.

Áhrifin eru ekki ímynduð: útgöngubönn, ferðatakmarkanir, skyldubólusetningar, rafræn heilbrigðisskírteini og miðlæg upplýsingastýring – öll verða þau möguleg án þess að Alþingi samþykki eða þjóðin sé spurð.

En það sem er enn alvarlegra en breytingarnar sjálfar er þögnin sem þær fóru í gegn með. Engin umræða á Alþingi. Engin skjöl. Engin kynning. Engin atkvæðagreiðsla.

Framkvæmdavaldið hefur hvorki hafnað breytingunum né óskað heimildar löggjafans. Umboðsmaður bregst ekki við. Þjóðin fær ekkert að vita – og stendur eftir réttlaus.

Þetta er ekki formsatriði. Þetta er stjórnarskrárbrot.

Slíkar skuldbindingar má aðeins gera með formlegu samþykki Alþingis. Annað er ólögmætt – og grefur undan lýðræðinu.

Við verðum líka að spyrja: Hvað lærðum við af síðustu árum?

COVID-tímabilið var sársaukafullt – ekki aðeins vegna veirunnar sjálfrar og aukaverkana bóluefnanna, heldur líka vegna samfélagslegra, andlegra og mannréttindalegra áhrifa aðgerðanna. Nú þarf að horfa til baka, meta hvað fór úrskeiðis – og tryggja að sagan endurtaki sig ekki.

Ekki með því að smíða nýjar alþjóðareglur. Heldur með sannleika, ábyrgð og uppgjöri.

Frelsi þitt og mitt, réttindi okkar og barna okkar eru ekki málefni annarra aðila úti í hinum stóra heimi. Þau eru þín – og okkar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband